Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.06.1960, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, fimmtadaginn 16. jflni 1960. Frá Íslandsmótinu í bridge á Siglufirði Þrjár vikur eru síðan ís- landsmótinu í bridge lauk á Siglufirði en mótið var haldið þar dagana 21.—25. maí síðast liðinn. Það hefur löngum verið ætlun mín að geta þessa móts að nokkru — þar sem íslands- mótið á að vera merkasta bridgekeppni, sem háð er hér á landi á hverju ári — en sök- um þess, að deiluatriði kom íyrir eftir mótið hefur ekki verið hægt a* skrifa þessa grein fyrr en nú. Yfirdóm- nefnd Bridgesambands íslands hefur nú dæmt um ágrein- ingsatriðið og úrslit í mótinu því kunn Tildrög deilu þeirrar, sem reis eúir mótið, eru þau, að á þingi Bridge=ambands íslands, sem hald- ið var É Siglufirði, þegar ein um- ferð var eftir í sveitakeppni ís- landsmótsins, kom fram tOlaga, s>m var einróma samþykkt. Hún var þess efnis að breyta sti'gaút- reikningi í sveitakeppni þannig. að fjögur stig íeiknast fyrir vinning (sex stig eða meira), þrjú stig fyrir jafntefli 2—5 stig yfir. tvö stig fyrir jafntefli o—1, og svo fram- vegis. f tillögunni kom ekki fram hvort hún ætti að gilda fyrir næsta eða næstu íslandsmót, eða ná tO þess móts, sem þá stóð yfir. Það var þó einróma álit þingfulltrúa, að tiliagan ætti við mót í framtíð- inni og kom það bezt fram í því, a? éngum fulltrúa datt í hug eftir þingið að umreikna fyrri umferðir mótsins á Siglufirði eftir þessum nýja stigaútreikmngi. Tvær sveitir me8 sjö stig Þegar mótinu lauk kom í Ijós, að tvær sveitir vom efstar með sjó stig af tíu mögulegum. Það voru sveitir Halls Símonarsonar, Eeykjavík, og Ármanns Jakobs- sonar, Srglufirði. Samkvæmt reglu- gerð um mótið var sveit Hails sig- urvegari, þar sem Hutfallstala hennar í EBL-stigum, það er sam- anlögðum vinningsstigum í öllum leikjum, var miklu betri en sveit- ar Ármanns. Bridgefélag Siglu- fjarðar vildi þá fá úr því skorið lrvort hin umrædda trllaga um nýja stigaútreikninginn ætti að gíida fyrir þetta mót og sendi fyr- iispurn tO yfirdómnefndar Bridge- simbandsins vegna þess. Fyrirspurnin eða kæra Siglufirð- inga átti kannske ekki mikinn rétt á sér, en það var þó ágætt að hún skyldi koma fram, — einkum vegna viOandi blaðaskrifa, sem birtust eftir mótið í tveimur blöð- um í Reykjavík, — svo í eitt skipti fyrir öll skyldi fengið úr þessum ágreiningi skorið, og hann gæti þ>d ekki valdið deilum í framtíð- inni. Dómnefnd B.í. tók þetta mál fyrir s. 1. laugardag, og var það einróma álit nefndarinnar, að farið skýldi eftir þeim útreikningi, sem var í gildi : upphafi mótsins, og greint var irá í prentaðri leikskrá mótsins. Einnig benti nefndin á það, að lög gætu ekki virkað aftur fyrir sig, nema sérstaklega væri tekið fram ' tillögunni þess efnis. Samkvæmt þessu varð því sveit halls sigurvegari í mótinu. og ætti nú allur ágreiningur að geta niður fallið. En nóg um þetta mál. Hér á eftir fer smá lýsing á einstökum leikjum í mótinu. Aðeins sex sveitir Að pessu sinni tóku aðeins sex sveitir þátt i mótinu, fjórar frá Keykjavík og tvær frá Siglufirði, og er þetta ein lélegasta þátttaka, sem verið hefur í íslandsmóti síð- 1^1954, en þá var mótið einnig Sveit Halls Símonarsonar, Rvík, varð íslandsmeistari í sveitakeppni - Símon og Þorgeir í tvímenningskeppni haldið á Siglufirði. Virðist því svo sem staðurinn fæli menn mjög frá þátttöku í mótinu, enda erfiðara ao komast tii Siglufjarðar á þess- uib árstíma, en flestra annarra staða á landinu. ! Þátttakendur í Reykjavíkursveit- unum fjórum lögðu af stað um átta leytið föstudaginn 20. maí — og voru flestir í einkabílum, en nokkrir fóru þó með Norðurleið- vm. Segir ekki af þeirri för, sem gekk í alla staði mjög vel, enda ágætis veður á leiðinni, fyir en komið var til Sauðárkróks nokkru fyrir átta um kvöldið. Síðasta spöl- :nn til Siglufjarðar átti svo að fara með póstbátnum Drang. Það var, komið undir miðnætti, þegar lagt var í þá ferð, en áður voru þátt- takendur nokkuð oft farnir að líta út um gluggana á gistihúsinu á Sauðárkróki, enda farið að hvessa úti á Skagafirði. En skipverjarnir sögðu að þetta væri ekkert — það væri talsvert slæmt í sjóinn, þegar utar drægi, og kalla sjómenn þó ekki allt ömmu sína. En þó Drang- ur sé prýðissjóskip, lét hann þó ekki sem bezt, þegar rokið var sem mest, um 11 vindstig, og urðu þá margir ti! að færa Ægi fórn. Siglingin til Siglufjarðar tók sex tima. Þegar þangað kom var blind- bylur og allt hvítt. Samt sem áður beið hinn aldni bridgemeistari þeirra Siglfirðinga, Sigurður Kristjánsson, bankastjóri, á bryggj unni og tók á móti reykvísku þátt- takendunum. Hann dreif þá upp á Hótel Hvanneyri, þar sem hans ágæta frú beið með kaffi og kökur handa mannskapnum. En ekki voru nú Reykvíkingamir beint vel fyrirkallaðir, þegar þeir loks kom- vst í rúmið um sjö leytið um morg- uninn, eftir 22 tíma ferðalag. Senniíega hafa margir kviðið að eiga að spila tvo leiki þennan sama dag, eða í rúma 10 klukkutima. Fyrsta umferðin Fyrsta umferðin í mótinu hófst svo nokkru eftir hádegi laugardag- inn 21. mai. Ólafur Þorsteinsson, forseti Bridgesambands íslands, setti mótið með ræðu, og minntist í því sambandi á hina lélegu þátt- töku. Sagðist Ólafur einkum sakna sveita frá Akureyri og Húsavík í þ\d sambandi. Síðan hófst keppni og spiluðu saman í umferðinni þessar sveitir: C-isli Hafliðason, Reykjavík, gegn Ármanni Jakobssyni, Siglufirði, Brandur Brynjólfsson, Reykjavík, gegn Halli Símonarsyni, Reykja- vík, og Ásta Fiygenring, Reykja- vík, gegn Steingrími Magnússyni, Siglufirði. f hálfleik var sveit Ár- manns 19 stigum yfir sveit Gísla, og hin Siglufjarðarsveitin hafði einnig mikið yfir sveit Ástu. Leik- ur Brands og Halls var aftur á rcóti mjög jafn. í síðari hálfleikn- um vann sveit Gísla hins vegar 18 stig á og lauk leiknum því með jafntefli. Brandur og Hallur skildu einnig jafnir, en sveit Steingríms vann stóran sigur. Úrslit urðu þessi: Ármann jafnt Gísli 44—43 B>-andur jafnt Hallur 51—48 Steingrímur vann Ástu 87—44 Önnur umferðin var spiluð um kvöldið— og voru nokkuð harðir leikir milli Gísla og Steingríms, og milli Ármanns og Halls: Hins veg- ar vann Brandur stóran sigur gegn Ástu. í hálfleik hafði sveit Ár- manns 14 stig yfir. Sveit Halls vann nokkui stig á í síðari hálf- leiknum, en það nægði ekki. Leik- urinn var ekki vel spilaður og mátti margt betur fara hjá báðum sveitum. Úrslit urðu þessi: Mynd þessi var tekin af íslandsmeisturunum 1958 — en flestir þeir sömu voru í sveitinni, sem sigraði í mótinu á Siglufirði. Á myndinni hér fyrir ofan eru talið frá vinstri: Fremri röð: Vilhjálmur Sigurðsson, Hallur Símonarson og Simon Simonarson. Aftari röð: Þorgelr Sigurðsson, Jóhann Jónsson og Stcfán J. Guðjohnsen. Þeir Vilhjálmur og Jóhann spiluðu ekkl í sveitinni á Siglufirði, en hins vegar Guðjón Tómasson og Róbert Sig- mundsson. Þeir Símon og Þorgeir urðu einnig íslandsmeistarar í tvímenn- ingskeppninni, sem háð var á Siglufirði. Á tveimur árum hafa þeir, ásamt Stefáni Guðjohnsen, fjórum slnnum orðið íslandsmeistarar í bridge, sem er mjög glæsilegur árangur. Ármann vann Hall 46—38 Brandur vann Ástu 86—32 Gísli jafnt Steingrím 39—37 Eftir þennan fyrsta dag voru því táðar Siglufjarðarsveitirnar efstar, ásamt sveit Brands, með þrjú stig. Gísli hafði tvö stig, Hallur eitt og Ásta ekkert. Þriðja umferðin í þessari umferð, sem spiluð var eftir hádegi á sunnudag, var aðal- leikui'inn milli Ármanns og Brands. Siglfirzku spilararnir náðu sér mjög vel á strik í leikn- um og unnu stóran sigur og voru einir efstir í mótinu. Sveit Halls vann sveit Steingríms í hörðum leik og sveit Gísla vann sveit Ástu. stig yfir, þegar síðasta spilið var tekið úr bökkunum. Hólmar og Valtýr höfðu reyndar náð mjög hörðu game, fimm tíglum, en þi' nægði ekki í jafntefli, ef Gísli og Þiáinn Sigurðsson spiluðu aðeins stubb. En Gísli og Þráinn voru ekki síður harðir, og komust í fjögur hjörtu, en Tómas doblaði. Fimm tíglar voiu mun betri samn- ingur, en eins og spilin lágu, gat Þráinn auðveldlega unnið sögn sina. En honum urðu á sömu mis- tök og Tómasi í spilinu áður og itapaði því, og þessum harða leik jlauk því með jafntefli, þar sem Ármann var einu stigi frá sigri. Leik Gísla og Brands lauk með jafntefli, en Ilallur .vann Ástu. Úrslit urðu þessi: Aimann vann Brand Hallur vann Steingrím Gísli vann Ástu 66—33 Armann jafnt Steingrím 67—62 49—40 GjsIí jafnt Brand 44—43 72—34' Kallur vann Ástu 74—25 Sveit Ármanns hafði nú hlotið f.imm stig, sveit Gísla fjögur, sveit- ir Brands, Halls og Steingríms þrjú stig, en sveit Ástu ekkert. Á sunnudagskvöldið var fjórða vmferðin spiluð og áttust þá við m. a. Siglufjarðarsveitirnar inn- byrðis. Það var mjög harður leikur og miklar sveiflur á báða bóga, og sögðu Siglfirðingarnir að svo væri ætíð, þegar þessar sveitir ættust við. Keppni lauk á undan í lokaða herberginu — og fylgdust áhorf- endur spenntir með því, sem gerð- ist í hinu opna, flestir vitandi um bað hvað skeð hafði í spilunum á hinu borðinu. Það var mikill galli á framkvæmd mótsins hve lítið eftirlit var haft með spilurunum, þegar þeir höfðu lokið leik sínum. Áhorfendur skoðuðu blöðin og fóru svo yfir að hinu borðinu. Þegar þrjú spil voru eftir leit út fyrir jafntefli — en í næstsíðasta spilinu höfðu Hólmar Frímanns- son og Valtýr Jónásson í sveit Steingríms doblað fjóra spaða, sem unnust slétt. Tómas Jóhanns- son komst einnig í fjóra spaða og Gisli Sigurðsson í sveit Ármanns doblaði. Með bezta ú^pili var hægt að vinna fimm •> Tómas tapaði samr spilinu, og . j þreytu kenna um það. Sigur Ármanns virtisl því vís, og sveitin hafði 11 Sveit Ármanns var enn efst með sex stig. Sveitir Gísla og Halls höfðu fimm stig, sveitir Brands og Steingríms fjögur stig, og sveit Ástu ekkert. Síðasta umferðin í síðustu umferðinni spilaði sveit Ármanns við sveit Ástu — og þar sem sveitin var efst fyrir umferðinni, var hún talin sigur svranglegust í mótinu. Sveitir Gísla og Halls áttust einnig við í þessari umferð, og ef eitthvað brigði ú* af hjá Ármanni áttu þessar sveitir jafna möguleika til sigurs. í opna herberginu spiluðu Guð- ríður Guðmundsdóttir og Steinunn Sriorradóttir gegn þeim feðgum Sigurði Kristjáns'syni óg Þráni, og það var greinilegt fyrir áhorfend- ur, að þær héldu vel hlut sínum. í hálfleik var staðan sú, að sveit Ástu hafði sex stig yfir, og lengi vel fram eftir síðari hálfleiknum !eit út fyrir sigur sveitarinnar. í þriðja síðasta spilinu fóru Laufey A-nalds og Ásgerður Einarsdóttir í se .-.paða, sem ekki var hægt að komast hjá, eins og þær sögðu eftir leikinn, en óheppileg spila- lega felldi þá sögn. Hins vegar tókst þeim Flosa Sigurbjörnssyni cg Gústav Þórðarsyni að komast hjá slemmunni — og með því náði sveit Ármanns jafntefli í leiknum-, þó með einu stigi undir. Leikur þeirra Gísla og Halls féll alveg í skuggann. Sveit Halls hafði ellefu stig yfir í hálfleik, og þegai leið á síðari hálfleikinn var greini- legt að sigurinn yrði meiri eftir þeirri spilamennsku, s'em sást í opna herberginu. Brandur vann Steingrím með yfirburðum, en þess má geta, að Valtýr Jónasson, e:nn albezti spilari þeirra Siglfirð- inga, gat ekki tekið þátt í þeim leik. Úrslit urðu þessi í umferð- inni: Ka'llur vann Gísla 60—33 Brandur vann Steingrím 67—41 , Asta jafníeíli Ármann 45—44 Lokastaðan í mótinu varð því þessi: 1. Sv. Halls Símonarsonar 7 269—195 2. Sv. Ármar.ns Jakobssonar 7 267—221 3 Sv. Brands Brynjólfssonar 6 280—231 4 Sv. Gísla Hafliðasonar 5 231—218 5 Sv. Steingríms Magnússonar 4 267- -266 6. Sv. Ástu Flygenring 1 180—363 Sveit Halis varð því íslands- meistari á betra hlutfalli en sveit Armanns, sem einnig hlaut sjö stig. Tvímenningskeppnin Eftir ^sveitakeppnina hófst svo tvímenningskeppni og tóku þátt í henni 20 pör, sem spiluðu í einum riðli. Tvær umferðir voru spilaðar og eftir fyrri umferðina voru Sím- on Símonarson og Þorgeir Sigurðs- son langefstir. í næsta sæti voru S glfirðingarnir Hólmar og Björn. í síðari umferðinni fengu Sveinn Helgason og Gunnar Vagnsson ágæta s'kor, þótt þeim tækist ekki að ógna sigri Símonar og Þorgeirs. Þeir urðu fslandsmeistarar í tví- menning annað árið í röð, sem er mjög góður árangur. Efstu pör í keppninni urðu þessi: 1. Símon—Þorgeir, Rvík 802 2. Gunnar—Sveinn, Rvík 785 3. Bjöm—Hólmar, Sigluf. 773 4 Guðjón—Róbert, Rvík 752 5. Steingr.—Tómas, Sigluf. 721 6. Ásta—Steinunn, Rvík 719 7. Jóhann—Lárus, Rvík 718 Önnur nör hlutu mun lægri skor. Bridgesambandsþingið Eins og áðui segir var þing Bridgesambands fslands haldið á Siglufirði. Af samþykktum þings- ins má nefna hinn nýja stigaút- reikning, og einnig var samþykkt að halda Islandsmótið framvegis ium páskana. Stjórn sambandsins var endurkjörin, en hana skipa Ól- afur Þorsteinsson, Reykjavík, for- - seti, Björn Sveinbjörnsson, Hafn- arfirði, varaforseti, Laufey Þor- geirsdóttir, Reykjavík, gjaldkeri, Sveinn Helgason, Reykjavík, ritari, eg meðstjórnendur Karl Friðriks- son, Akureyri og Sigurður Krist- jánsson, Siglufirði. Sveinn var kos- inn í stað Júlíusar Guðmundsson- ar, sem baðst eindregið undan endurkosningu vegna veikinda. Eftir keppnina hélt Sigurður Rristjánsson keppendum og starfs- mönnum veizlu á heimili sínu, og voru þar hinar rausnarlegustu veitingar. Daginn eftir. fimmtu- daginn 26. maí, héldu reykvísku þátttakendurnir heimleiðis. Fóru þeir með trillubáti frá Siglufirði til Haganesvíkur og þaðan á bílum til Reykjavíkur. Næsta íslandsmót í bridge verður háð í Reykjavík — eg vonandi verður þar mikil þátt- taka svedta utan af landi, þótt það brigðist næstum algerlega að þessu sinni, bridgeíþróttinni til 'hins mesta skaða. hsím.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.